Ólympíuhlaup ÍSÍ

Ólympíuhlaup ÍSÍ fer fram föstudaginn 18. september. 1.-4. bekkur kemur til með að hlaupa á hlaupabrautinni umhverfis Nettóvöllinn en 5.-10. bekkur tekur stærri hring í nærumhverfi skólans. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur grunnskóla á Íslandi til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Að hlaupinu loknu fær hver skóli viðurkenningarskjal fyrir þátttöku. Þess má geta að hlaupið er styrkt af verkefninu Íþróttavika Evrópu.

Nemendur eru vinsamlegast beðnir um að koma í fatnaði sem hentar vel til útihlaups. Ekki er gert ráð fyrir fataskiptum fyrir hlaup eða sturtu að því loknu.