Ólympíuhlaup ÍSÍ

Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram föstudaginn 18. september. Gífurleg góð þátttaka var hjá okkar nemendum en hlaupið var í nærumhverfi skólans. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur grunnskóla á Íslandi til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Þess má geta að hlaupið er styrkt af verkefninu Íþróttavika Evrópu. Nemendur gátu valið á milli þriggja vegalengda; 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri, hversu margir tóku þátt og hversu langt var hlaupið.