Rut Guðnadóttir í heimsókn

Rut Guðnadóttir er rithöfundur sem hefur að mestu skrifað bækur fyrir unglinga. Bækurnar um Millu, Rakel og Lilju eru tvær og hlaut sú fyrri Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2020 og var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur og Fjöruverðlaunanna sama ár. Rut Guðnadóttir kom í heimsókn til okkar og las úr bók sinni fyrir unglingastigið, Vampírur, vesen og annað tilfallandi. Rut segir sjálf að markmiðið með bókaflokknum sé að koma fólki til að hlæja.

Þökk Rut fyrir góðan upplestur og ánægjulega stund.