Saumað fyrir umhverfið

Í ár var ákveðið að stefna að plastlausri Ljósanótt. Bóksafn Reykjanesbæjar hefur um árabil starfrækt Pokastöð með taupokum sem fólk getur fengið að láni og skilað eftir notkun. Er þetta verkefni samstarfsverkefni Bókasafnsins í Reykjanesbæ, Reykjanesbæjar, Rauða Krossins á Suðurnesjum, Samtökum um betri bæ og Plastlaus september. Markmið verkefnisins er að fjölga taupokum í pokastöðinni.

Nemendur Holtaskóla létu ekki sitt eftir liggja og unnu hörðum höndum í textíl við að búa til þessa líka glæsilegu poka. Elín Gunnarsdóttir kennari var hæstánægð með vinnusemi nemenda og hversu mikið allir lögðu sig fram. Verðugt verkefni sem opnaði skemmtilegan umræðugrundvöll um umhverfið í skólanum ásamt því að leyfa nemendum að taka þátt í að setja sitt mark á bæjarfélagið. Nemendur munu eflaust reyna að finna sínar töskur næst þegar þau nýta sér Pokastöðina!

 Hér má finna fleiri myndir af afrakstrinum