Síðustu dagarnir

Nú fer senn að líða að lokum skólaársins 2021-2022. Næstu dagar koma til með að einkennast af uppbroti á skólastarfi.

Miðvikudaginn 1. júní er Holtasprettur hjá okkur í Holtaskóla. Þar keppa skólastigin sín á milli í ýmsum óvenjulegum þrautum sem öll gefa stig sem talin verða svo saman og í lokin sigurvegarar krýndir. Nemendur mæta kl. 09:55 í skólann og má reikna með að Holtaspretti ljúki rétt fyrir hádegi.

Fimmtudaginn 2. júní er Vorhátíð Holtaskóla. Nemendur mæta í heimastofu kl. 10:00 en dagskráin hefst stundvíslega kl. 10:15 með regnbogahlaupinu. Jón Jónsson spilar fyrir gesti og Danskompaníið verður með sýningu. Tendrað verður í grillinu kl. 11:30 þar sem pylsur verða grillaðar fyrir gesti. Foreldrar eru velkomnir. 

Föstudaginn 3. júní eru skólaslit Holtskóla og fara þau fram í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Nemendur mæta beint út í Fjölbrautaskólann á eftirfarandi tímum:

1. - 4. bekkir kl. 09:00
5. - 7. bekkir kl. 10:00
8. - 10. bekkir kl. 11:00