Síðustu metrarnir

Framundan eru síðustu dagar skólaársins. Hér eru meðfylgjandi mikilvægar dagsetningar og upplýsingar varðandi þessa daga sem við biðjum alla að kynna sér vel.

29. maí – starfsdagur.

Þennan dag er enginn skóli og frístund lokuð.

 

4. júní – Holtasprettur.

Þessi dagur er skertur nemendadagur og mæta nemendur kl. 9:30 og lýkur deginum um kl. 11:30. Frístund er opin fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.

 

Holtasprettur þriðjudaginn 4. júní kl. 09:30-11:30

Nemendur mæta í heimastofu kl. 09:30. Dagskráin hefst kl. 09:40 og lýkur um kl.11:30. Holtasprettur er keppni í fjölbreyttum þrautum sem gefa stig. Sigurvegarar verða krýndir á hverju stigi.  Nemendur eru hvattir til að koma i eftirfarandi litum eins og hægt er:

 Pizzaveisla verður í boði fyrir alla nemendur skólans í íþróttahúsi eftir verðlaunaafhendingu.

Frístund er opin þennan dag fyrir þá sem þar eru skráðir.

 

5. júní – Vorhátíð Holtaskóla.

Þessi dagur er skertur nemendadagur og mæta nemendur kl. 09:50. Frístund er opin fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.

 

Vorhátíð miðvikudaginn 5. júní kl. 10:00 – 11:30

Nemendur mæta í íþróttahús kl. 09:50. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 10:00 og lýkur með grillveislu um kl. 11:30. Nemendur eru vinsamlegast beðnir um að klæða sig eftir veðri. Foreldrar eru velkomnir.

 

Dagskrá:

Kl. 10:00                Dagskrá í íþróttahúsi hefst

Kl. 10:40                Regnbogahlaup (Color Run) – Allir hvattir til að mæta í hvítu/ljósu.

Kl. 11:00                Grillaðar pylsur

 

Frístund er opin þennan dag fyrir þá sem þar eru skráðir. 

 

 6. júní – Skólaslit.

Þessi dagur er skertur nemendadagur. Nemendur mæta á skólaslit með sínum árgangi og fara heim að þeim loknum. Frístund er lokuð þennan dag.

 

Skólaslit fimmtudaginn 6. júní

Skólaslit Holtaskóla verða fimmtudaginn 6. júní í Hljómahöll. Nemendur mæta beint í Hljómahöllina.

Dagskrá:

09:00                 1.– 4. bekkir.

10:00                  5. – 7. bekkir.

11:00                  8. – 10. bekkir (útskrift 10. bekkinga)

 

Nemendur eru minntir á að vera snyrtilegir til fara og foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum.

Að skólaslitum loknum er nemendum 10. bekkja og foreldrum þeirra boðið til kaffisamsætis í Merkinesi.