Sigur Holtaskóla í undankeppni Skólahreysti

Í kvöld fóru fram undankeppni Skólahreysti og sigraði lið Holtaskóla sinn riðil með 64 stigum. Svanur Bergvins Guðmundsson gerði flestar upphýfingar kvöldsins og sigraði þann flokk. Hann keppti einnig í dýfum og var þar í öðru sæti. Ragnheiður Júlía Rafnsdóttir var í öðru sæti bæði í armbeygjum og hreystigreip. Í hraðaþrautinni kepptu þau Benedikt Árni Hermannsson og Bryndís Theodóra Harðardóttir og voru þau í öðru sæti. Varamenn voru þau Auður Eyfjörð Ingvarsdóttir og Mikael Fannar Arnarsson. Þessi glæsilegur árangur keppenda skilaði því liðinu fyrsta sæti. Innilega til hamingju öll!

Holtaskóli mun því mæta til leiks í úrslitakeppnina sem haldin verður í Laugardalshöll laugardaginn 25. maí.

Áfram Holtaskóli!!!

Hér má sjá myndir frá keppninni