Sigur í undanriðli Skólahreystis

Lið Holtaskóla sigraði sinn riðil í undankeppni Skólahreystis nú í kvöld og er því öruggt í úrslitakeppnina sem haldin verður í maí. 

Fyrir hönd Holtaskóla kepptu þau Almar Örn Arnarson, Dagur Stefán Örvarsson, Helen María Margeirsdóttir og Margrét Júlía Jóhannsdóttir. Varamenn voru Ásdís Elva Jónsdóttir, Júlían Breki Elentínusson og Stella María Reynisdóttir. Margrét Júlía sigraði í armbeygjukeppninni og Almar í dýfum.  Sérstakt hrós fær öflugt stuðningslið skólans, en nemendur fjölmenntu í Kópavoginn til að styðja við bakið á samnemendum sínum og sköpuðu frábæra stemmingu.

Við óskum keppendum innilega til hamingju með glæsilegan árangur og hlökkum til að fylgjast með þeim og hvetja áfram í úrslitakeppninni. 

Áfram Holtaskóli!!!

Hér má sjá myndir frá keppninni