Sjúkást

Tveir starfsmenn frá Fjörheimum komu til okkar og héldu fræðslu um Sjúkást fyrir nemendur í 8-10. bekk. Sjúkást er forvarnarverkefni Stígamóta um kynbundið ofbeldi og óheilbrigð samskipti og beinist að ungu fólki upp að tvítugu. Markmiðið er að fræða ungmenni um mörk og samþykki með það að leiðarljósi að útrýma kynbundnu ofbeldi í íslensku samfélagi. Áhersla er lögð á að hjálpa ungmennum að þekkja muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum og að ungt fólk sé fært um að taka ábyrga afstöðu til kynlífs og kláms. Átakið í ár byggir á spurningum sem hafa komið frá ungmennum í gegnum Sjúkt spjall en það er nafnlaust netspjall um sambönd, samskipti og ofbeldi sem opnaði í fyrra. Þar geta ungmenni, 20 ára og yngri talað við fagaðila í trúnaði.