Skipulag skólastarfs frá 6. apríl

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Skipulag skólastarfs frá þriðjudeginum 6. apríl er með eftirfarandi hætti. Skipulagið byggir á reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir til og með 15. apríl 2021.

Í grunninn byggist skipulagið á eftirfarandi þáttum með einstaka undantekningum:

· Nemendur í 1.–10. bekk fá kennslu samkvæmt stundaskrá. En samkvæmt reglugerð eru þeir undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu. Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í 1.–10. bekk í hverju rými. Blöndun milli hópa innan skóla er heimil.

· 20 starfsmenn mega vera saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Sé starfsfólki ekki unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun sín á milli og gagnvart nemendum ber þeim að nota andlitsgrímur. Sömu reglur gilda um starfsfólk skólaþjónustu og tónlistarskóla.

· Frístundaheimilin verða opin til kl. 16:15.

· Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem í matsal, við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að starfsfólk notist við andlitsgrímu.

· Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi grunnskóla, svo sem fyrirlestrar, upplestrarkeppnir o.fl., eru óheimilar fyrir aðra en nemendur og starfsfólk.

· Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema nauðsyn beri til. Stjórnendum grunnskóla er heimilt að krefja foreldra, þurfi þeir að koma inn í skólabyggingu, um að nota andlitsgrímur.

· Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem vegna vöruflutninga skulu bera andlitsgrímur og gæta sóttvarnaráðstafana.

 

Ég minni á að nemendur með flensueinkenni farsóttarinnar eiga alls ekki að koma í skólann. Einnig hvet ég alla til þess að gæta að persónulegum smitvörnum, minni á mikilvægi handþvottar og notkun spritts. Við erum í þessu saman.

 

Gleðilega páska.

Helga Hildur Snorradóttir

Skólastjóri