Skipulagsdagur 2. nóvember 2020

Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum. Grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra og forráðamanna um áframhald skólastarfsins. Skóla- og frístundastarf mun hefjast aftur með breyttu sniði þriðjudaginn 3. nóvember.

Varðandi tónlistarskólann, þá fellur öll kennsla tónlistarskólans sem fram fer í grunnskólunum, þ.m.t. forskóli, niður fram til 18. nóvember. Tónlistarskólinn mun á morgun tilkynna hljóðfæranemendum og forráðamönnum breytingar á kennslu vegna þessa.