Skólabyrjun í Holtaskóla

Kennsla í Holtaskóla hefst þriðjudaginn 23. ágúst á skertum nemendadegi. Skólinn byrjar kl. 09:00 og lýkur kl. 11:15. Ekki verður boðið upp á hádegismat þennan dag. Frístund verður opin frá kl. 11:15 fyrir þau börn sem þar eru skráð og umsókn þeirra hefur verið samþykkt.

Umsjónarkennarar taka á móti nemendum sínum í heimastofum og hvetjum við foreldra til að mæta með börnum sínum en þar munu kennarar fara yfir nokkra mikilvæga þætti í skólastarfinu. Þennan dag verður kennsla samkvæmt stundaskrá frá kl. 09:55-11:15. Stundatöflur verða aðgengilegar á Mentor frá og með næsta mánudegi.

Nemendur mæta í eftirfarandi stofur:

1. bekkur í stofu 7

2. SJ stofa 3                             2. HBH stofa 4

4. GW stofa 6                         4. HF stofa 5

3. BG stofa 1                            3. LRR stofa 2

5. HS stofa 32                          5. ICA stofa 33 (kálfar)

6. EÓS stofa 15                       6. ALV stofa 16

7. EHE stofa 13                        7. SM stofa 14

8. SBS stofa 25                        8. VIS stofa 21

9. KMG stofa 26                      9. VR stofa 22

10. EÞE stofa 23                      10. RI stofa 24

 Miðvikudaginn 24. ágúst verður skólastarf samkvæmt stundaskrá.

Skólinn opnar alla morgna kl. 07:45 en við mælumst til þess að nemendur mæti ekki fyrr en kl. 08:00 þegar starfsfólk mætir til vinnu.

 Við hlökkum til samstarfsins skólaárið 2022-2023.