Skóladagatal fyrir skólaárið 2024-2025

Skóladagatal Holtaskóla fyrir skólaárið 2024-2025 hefur verið birt og hægt að nálgast það hér.  Skóladagatalið hefur verið samþykkt af starfsfólki skólans og skólaráði Holtaskóla en bíður samþykktar menntaráðs Reykjanesbæjar. 

Þegar skóladagatal hvers árs er sett upp er unnið samkvæmt 28. gr laga um grunnskóla. Starfstími nemenda skal vera á hverju skólaári að lágmarki í níu mánuði og vera á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní. Undirbúningsdagar kennara eru samtals 8 og dreifast fyrir upphaf og eftir lok skóladaga nemenda og eru fyrir utan starfstíma skóla. Á starfstíma skóla eru 180 nemendadagar, 10 skertir dagar (fjólubláir), 10 uppbrotsdagar (bláir), 5 starfsdagar (gulir), vetrarfrí (grátt) og jóla- og páskaleyfi (appelsínugult).

Skerta daga mæta nemendur styttra í skólann eins og t.d. skólabyrjun, samskiptadaga, jólahátíð, árshátíð, öskudag og fl. Frístund er opin þessa daga nema á jólahátíð, árshátíð og skólaslitum. Uppbrotsdagar eru einstaka skóladagar þar sem stundatöflu nemenda er breytt en upphaf og lok skóladags er samkvæmt hefðbundinni töflu. Starfsdagar á starfstíma skóla eru nýttir í undirbúning kennslu, námsmat og aðra faglega vinnu. Heimilt er að taka upp vetrarorlof svo fremi að það rúmist innan marka skóladagatalsins og fækkar þá orlofsdögum að sumri.