Skólahreysti

Úrslitin í Skólahreysti fara fram i Laugardalshöll miðvikudaginn 8. maí og hefst sjálf keppnin kl. 20:00 en lið Holtaskóla fékk þátttökurétt í úrslitakeppninni sem stigahæsta liðið í 2. sæti. Við hvetjum nemendur í 7-10. bekk til að koma og hvetja liðið okkar. Rúta mun leggja af stað frá skólanum klukkan 18:15 en boðið verður upp á andlitsmálningu frá klukkan 17:30. Áætluð heimkoma er um klukkan 22:30.

Verð í rútu er 1000 krónur og þarf að borga hjá ritara í síðasta lagi í dag, þriðjudaginn 7. maí.

Í liði Holtaskóla eru, Daria Sara Cegielska, Guðni Kjartansson, Harpa Rós Guðnadóttir, Stefán Elías Davíðsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson

Áfram Holtaskóli!