Skólahreysti

Undankeppni Skólahreystis fór fram síðastliðinn þriðjudag, 11. maí. Að sjálfssögðu sendu við lið til keppni og að þessu sinni urðu fyrir valinu Kristján og Saga úr 10. bekk og Fjóla og Almar úr 9. bekk. Varamenn voru Kristín og Sóldís. Keppendur stóðu sig eins og hetjur og erum komin í úrslitakeppnina sem haldin verður laugardaginn 29. maí og verður sýnd í beinni á RÚV.

Þess má geta að keppendur úr Reykjanesbæ stóðu sig einstaklega vel, en Akurskóli og Heiðarskóli unnu sér einnig rétt til að taka þátt í úrslitunum.