Skólahreysti 29. maí

Á morgun, laugardaginn 29. maí, keppir Holtaskóli í úrslitum Skólahreysti. Keppnin hefst kl. 19:45 og verður sýnt beint frá henni á RÚV. 

Tólf skólar keppa um titilinn í ár, þar af eru þrír skólar úr Reykjanesbæ en auk Holtaskóla komust Heiðarskóli og Akurskóli einnig í úrslit. 

Í liði Holtaskóla eru þau Almar Örn Arnarson, Fjóla Dís Færseth Guðjónsdóttir, Kristján Fannar Ingólfsson og Saga Rún Ingólfsdóttir,  Varamenn eru Kristín Embla Magnúsdóttir og Sóldís Eva Haraldsdóttir.

Við sendum þeim okkar bestu baráttukveðjur! Áfram Holtaskóli!!!