Skólahreysti - úrslit

Úrslitakeppni Skólahreystis fer fram laugardaginn 20. maí í Laugardalshöllinni. Keppnin hefst kl. 19:45. Yfir 80 nemendur í 7.-10. bekk eru búin að skrá sig í ferðina og enn eru 10 sæti laus, ef einhver vill bætast í hópinn. Nemendur ætla að hittast kl. 17:30 í íþróttahúsinu við Sunnubraut, mála sig skólalitnum og gíra sig upp í stemmninguna. Þeir sem keppa fyrir hönd skólans eru: Viktor, Dagur, Helen, Ragnheiður - Jóel, Ásdís og Bryndís eru varamenn. Keppnin verður sýnd í beinni á RÚV.