Skólahreysti - úrslit 2024

Í gærkvöldi fóru fram úrslit Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ. Svanur Bergvins Guðmundsson keppti í upphýfingum og dýfum. Ragnheiður Júlía Rafnsdóttir keppti bæði í armbeygjum og hreystigreip. Í hraðaþrautinni kepptu þau Bryndís Theodóra Harðardóttir og Mikael Fannar Arnarsson. Varamenn voru þau Auður Eyfjörð Ingvarsdóttir og Benedikt Árni Hermannsson. 

Öll lið mættu til keppni ákveðin í að gera sitt besta og stefna á sigur. Keppnin var hörð og spennan var mikil. Holtaskóli hafnaði í fjórða sæti og er það frábær árangur. Við erum mjög stolt af okkar fólki - Innilega til hamingju öll!

Áfram Holtaskóli!

Hér eru myndir frá keppninni