- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Skólasetning Holtaskóla fer fram miðvikudaginn 23. ágúst og er dagurinn skertur nemendadagur. Umsjónarkennarar taka á móti nemendum sínum og hvetjum við alla foreldra/forráðamenn til að mæta með börnum sínum en kennarar munu fara yfir nokkra mikilvæga þætti í skólastarfinu. Stundatöflur og bekkjarlistar verða aðgengilegir í Mentor frá og með þriðjudeginum 22. ágúst.
 
 Nemendur mæta á eftirfarandi tíma og stöðum:
 1. bekkur í íþróttahúsinu við Sunnubraut, litli salur á 2. hæð kl. 09:00
 2. bekkur í íþróttahúsinu við Sunnubraut, íþróttasalur niðri kl. 09:00
 3. bekkur í kálfunum við Holtaskóla kl. 09:00
 4. bekkur í íþróttahúsinu við Sunnubraut, stóri salur á 2. hæð kl. 09:00
 5. bekkur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar kl. 09:00
 6. bekkur í Hljómahöll, Merkinesi kl. 09:00
7. -10. bekkur í Keili kl. 09:00. Rútur fara frá Holtaskóla kl. 08:45 og frá Keili aftur kl. 09:45 fyrir þá nemendur sem þess þurfa. 
 7. ALV - stofa B13
 7. IJ - stofa B10
 8. EÞE - stofa B7
 8. RI - stofa B5
 9. SBS - stofa B1
 9. VIS - stofa B2
 10. BMÁ - stofa B11
 10. KMG - stofa B4
 
 Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 24. ágúst kl. 08:10 hjá 1.-6. bekk og 08:30 hjá 7.-10. bekk. Við mælumst til þess að nemendur mæti ekki fyrr en kl. 08:00 þegar starfsfólk mætir til vinnu.
 
 Við minnum á að skráning í skólamat hefst á morgun, þriðjudaginn 22. ágúst kl. 09:00. Einnig minnum við á mikilvægi þess að borða morgunmat heima áður en haldið er inn í skóladaginn og koma með hollt og gott nesti, t.d. ávexti, grænmeti eða brauð með hollu áleggi ásamt vatni að drekka.
 
 Við hlökkum til samstarfsins skólaárið 2023-2024.
 
| Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is | Skrifstofa skólans er opin frá  | 
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is