Skólaslit Holtaskóla 2020

Í ljósi aðstæðna fóru skólaslit Holtaskóla fram með frábrugðnum hætti þetta árið en skólanum var slitið í heimastofum nemenda í 1.-9. bekk fimmtudaginn 4. júní. Allir nemendur fengu hrósskjöl og veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.

Útskrift 10. bekkinga fór fram á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja 3. júní. Þær Kamilla Ósk Jensdóttir og Elva Sif Guðbergsdóttir rifjuðu upp helstu afrek og minningar 10. bekkinga við mikla kátínu, Sigríður Bílddal náms- og starfsráðgjafi afhenti námsráðgjafarósina og Aníta Ýrr Jónsdóttir Taylor spilaði á fiðlu við undirleik Sigrúnar Gróu Magnúsdóttur. Fjöldi viðurkenninga voru veittar fyrir góðan námsárangur. Ástríður Sigurvinsdóttir og Salvör Gunnarsdóttir voru kvaddar með virktum en Ásta lætur nú af störfum eftir 40 ára starf í skólanum og Salla eftir rúm 20 ár. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þeirra störf.

Við getum öll verið sammála um að þetta var skrýtinn vetur á svo marga vegu, skólahald féll niður vegna veðurs, jarðhræringar gerðu vart við sig og samkomubann skall á sökum Covid-19 sem varð til þess að skólahald var með mjög svo sérstökum hætti. En þrátt fyrir sérstakar aðstæður sýndu nemendur sínar allra bestu hliðar, þeir sýndu ábyrgð og mikinn metnað. Við þökkum nemendum, foreldrum og starfsfólki skólans fyrir jákvæðni, elju og einstaka samvinnu.

 

Hér má sjá nokkrar myndir frá skólaslitum 10. bekkjar.

 

Takk fyrir veturinn öll og njótið sumarsins.

Kveðja,

Skólastjórnendur