Skólaslit Holtaskóla 2021

Þann 7. júní útskrifaðist 10. bekkur Holtaskóla við hátíðlega athöfn í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja.  Þær Ingibjörg Sara Thomas Hjörleifsdóttir og Rúna Björg Sverrisdóttir fluttu ræðu 10. bekkinga, Sigríður Bílddal náms- og starfsráðgjafi afhenti námsráðgjafarósina og Sara Cvjetkovic lék fyrir gesti á píanó. Fjöldi viðurkenninga voru veittar fyrir góðan námsárangur ásamt því að nemendur fengu afhentan vitnisburð og skólatrefilinn. Sigríður Bílddal var svo kvödd og þakkað fyrir óeigingjarnt starf í þágu nemenda, en hún lætur  nú af störfum. Kunnum við Sigríði bestu þakkir fyrir sín störf við skólann. Við óskum öllum 10. bekkingum til hamingju með útkskriftina og framtíðin er svo sannarlega þeirra.

Skólaslit 1.-9. bekkja fór fram í heimastofum nemenda. Allir nemendur fengu hrósskjöl og veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður í vetur sýndu nemendur ábyrgð, mikinn metnað og ekki síst seiglu. Við viljum þakka nemendum, foreldrum og starfsfólki skólans fyrir frábæra samstöðu og samvinnu í vetur. 

 

Hér má sjá myndir frá skólaslitum 10. bekkjar