Skólaslit og útskrift 10. bekkjar 2023

Miðvikudaginn 7. júní fóru fram skólaslit Holtaskóla í Hljómahöllinni. Skólaslitin voru þrískipt og mættu fyrst nemendur yngsta stigs kl. 9:00. Nemendur miðstigs mættu kl. 10:00 og nemendur elsta stigs kl. 11:00. Nemendur í 1.-9. bekk komu í stafrófsröð upp á svið og fengu afhent umslag með hrósskjölum og lesfiminiðurstöðum frá umsjónarkennurum sínum.

Nemendur í 10. bekk voru útskrifaðir við hátíðlega stund. Eva Kristín Karlsdóttir og Jóhann Elí Kristjánsson fluttu ávarp nemenda. Silja María Albertsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, afhenti námsráðgjafarósina og í ár var það Kristinn Arnar Ólafsson, nemandi í 10. bekk sem hlaut hana. Við útskrift fengu nemendur afhendan vitnisburð og skólatrefil Holtaskóla. Auk þess fengu nokkrir nemendur viðurkenningu fyrir góðan árangur. María Sigurðardóttir kennari var kvödd en hún hverfur til nýrra starfa eftir 16 ára starf í Holtaskóla. Við þökkum Maríu fyrir hennar störf við skólann og óskum henni velfarnaðar. 

Við óskum öllum 10. bekkingum til hamingju með útskriftina og framtíðin er svo sannarlega þeirra.

Hér má sjá myndir frá skólaslitum Holtaskóla.