Skólastarf 3.-17. nóvember

Vegna hertra aðgerða almannavarna verður skólastarf með breyttu sniði frá og með 3. nóvember til og með 17. nóvember nk.  Þetta eru 11 skóladagar.

 

Skóladagurinn hjá 1.- 4. bekk verður frá 08:10–13:15 eins og venjulega og kennt verður samkvæmt stundaskrá.

 

Stundaskrá hjá 5. – 10. bekk verður óhefðbundin.  Öllum bekkjum frá 5. – 10. bekk verður skipt upp í tvo hópa.  Fyrri hópurinn mætir kl. 08:10–10:10 og seinni hópurinn mætir

kl. 11:00-13:00.  Hóparnir munu síðan víxla á þriðjudaginn 10. nóvember, þannig að fyrri hópurinn mun þá mæta kl. 11:00 og hinn kl. 08:10. Umsjónarkennarar munu senda hópaskiptingar heim í dag til foreldra/forráðamanna.

 

Skólamatur:  Nemendur 1.– 4.b. fá heitan mat framreiddan á sal.  Nemendur 5.–10. bekk sem eru í áskrift og ljúka skóladegi kl. 10:10 geta fengið innpakkaða máltíð í skólanum sem þeir taka með sér heim.  Seinni hópurinn fær svigrúm til að borða máltíðina í kennslustofu áður en kennsla hefst.

 

Íþróttahús og sundlaug eru lokuð.  Íþrótta- og sundkennsla fer fram utandyra þegar veður leyfir, annars í kennslustofum.

 

Frístundaheimilið verður opið fyrir nemendur í 1. og 2. bekk sem eru skráðir þar.  Frístundaheimilið verður opið frá kl. 13:15–15:30.