Skólastarf á morgun 13. febrúar og skipulag næstu daga

Á morgun verður skóli samkvæmt stundaskrá. Sundlaug og salir í íþróttahúsinu á Sunnubraut verða lokaðir á morgun. Þeir nemendur sem eiga að fara í íþróttir og sund hitta því kennara í íþróttahúsinu og fara með þeim í gönguferð í staðinn. Mikilvægt er því að nemendur séu klæddir eftir veðri. Íþróttir sem kenndar eru í Sporthúsinu halda sér óbreyttar. Skólamatur verður eftir skipulagi fyrir þá sem eru í áskrift.

Við minnum á póst sem kom fyrir helgi varðandi öskudag, starfsdag og vetrarfrí sem er í þessari viku.

Skipulagið fyrir þessa daga er eftirfarandi:

Öskudagur er skertur nemendadagur og eru nemendur og starfsmenn hvattir til þess að koma í búningum í skólann. 1.-6. bekkur mætir í skólann kl. 8:10-9:30 og 7.-10. bekkur 8:30-9:50 þennan dag. Frístund er opin fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Hádegismatur er einungis fyrir þá nemendur sem eru í frísund.

Fimmtudaginn 15. febrúar er starfsdagur og því enginn skóli og frístund lokuð.

Föstudaginn 16. febrúar er vetrarfrí og enginn skóli og frístund lokuð.