Skólastarf í Holtaskóla

Þá er vika tvö liðin undir lok frá því að samkomubann var sett á í landinu. Skipulag hefur gengið vonum framar og nemendur hafa tekist á við fjölbreytt verkefni hér í skólanum. Við látum hér fylgja með myndir frá síðustu dögum.

 

Skipulag fram að páskum verður óbreytt. Nokkrir kennarar ásamt einum árgangi hafa verið í sóttkví síðustu vikuna og er henni nú að ljúka.  Kennarar munu áfram halda foreldrum og forráðamönnum upplýstum í gegnum mentor og með tölvupósti.

 

Páskafrí hefst hjá nemendum frá og með mánudeginum 6. apríl. Ekki er vitað að svo stöddu með hvaða hætti skólastarf verður að loknu páskafríi. Við munum upplýsa ykkur eins fljótt og hægt verður.

 

Að lokum  viljum við þakka ykkur kæru foreldrar fyrir alla hvatninguna, hlý orð og hrósin. Það er okkur öllum ómetanlegt.

 

Kær kveðja,

Starfsfólk Holtaskóla