- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Fimmtudaginn 23. mars verður skólaþing Holtaskóla haldið í íþróttahúsinu við Sunnubraut (2. hæð) frá kl. 17:00-18:00. Markmiðið er að eiga gott samtal um skólastarfið okkar og hafa þátttakendur möguleika til að koma með hugmyndir um hvernig hægt er að efla skólastarfið og þróun skólans. Helgi Arnarsson, fræðslustjóri, mun kynna nýja menntastefnu Reykjanesbæjar. Áhersluþættir skólaþingsins verða á námsumhverfi, kennsluhætti og samskipti heimilis og skóla með nýja menntastefnu Reyjanesbæjar að leiðarljósi. Allir sem hafa áhuga á skólastarfi eru hvattir til að mæta og taka þátt í samtalinu með okkur.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is