Stærðfræðikeppni grunnskólanema

Mynd fengin af vef FS
Mynd fengin af vef FS

Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í FS 27. febrúar síðastliðinn. Þátttakendur voru alls 112 úr níu grunnskólum á Suðurnesjum. Í gær fór fram verðlaunaafhending eftir keppnina og fengu fimm nemendur Holtaskóla verðlaun.

Í 8. bekk var það Almar Örn  Arnarson sem lenti í 5. sæti.

Í 9. bekk hreppti Sara Cvjetkovic í 2.-3. sætið og var jöfn nemanda úr Heiðarskóla. Í 4.-5. sæti var Thea Magdalena Guðjónsdóttir jöfn nemanda úr Myllubakkaskóla. Þær Emilía Ósk Guðmundsdóttir og Sólveig Eva Bjarnadóttir voru í 6.-10. sæti.

 

Við óskum Almari, Söru, Theu, Emilíu og Sólveigu til hamingju með glæsilegan árangur!