Starfsdagar 6. - 8. apríl og páskafrí

Kæru foreldrar/forráðamenn

Starfsdagar verða í Holtaskóla miðvikudaginn 6. apríl, fimmtudaginn 7. apríl og föstudaginn 8. apríl og þ.a.l. enginn skóli hjá nemendum og frístund lokuð. Þessa daga ætlar starfsfólk á námskeið um jákvæðan aga. Mánudaginn 11. apríl hefst síðan páskafrí sem stendur til og með 18. apríl. Kennsla hefst aftur að loknu páskafríi þriðjudaginn 19. apríl.