Starfsdagur og samskiptadagur

Starfsdagur verður hjá okkur í Holtaskóla þriðjudaginn 24. janúar, enginn skóli hjá nemendum og frístund verður lokuð. Fimmtudaginn 2. febrúar er samskiptadagur, þar sem nemendur koma með foreldrum í samtal til umsjónarkennara. Skráning fer fram á Mentor fyrir samskiptadaginn og opnar 25. janúar og stendur til 30. janúar. Þennan dag er enginn skóli hjá nemendum og frístund er opin milli kl. 08:10-16:15 fyrir þá sem eru skráðir.