Starfsgreinakynning grunnskólanema

Starfsgreinakynning fyrir grunnskólanemendur á Suðurnesjum var haldin 11. október í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Starfsgreinakynningin hefur verið haldin reglulega frá árinu 2012, að undanskyldum síðastliðnum tveimur árum. Kynningin er haldin af Sambandi Sveitarfélaga á Suðurnesjum en skipulögð af Þekkingarsetri Suðurnesja. Markmiðið með starfsgreinakynningunni er að efla starfsfræðslu nemenda í 8. og 10. bekk grunnskólanna, auka starfsvitund þeirra og framtíðarsýn. Þess má geta að um 120 starfsgreinakynningar voru að þessu sinni. Myndir af kynningunni má finna HÉR.