Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Í dag var haldin skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar á sal Holtaskóla. Það voru átta fulltrúar úr 7. bekk sem tóku þátt í keppninni, en þessir nemendur voru valdir eftir keppni innan bekkjanna. Það var ljóst að mikill undirbúningar lá að baki hjá nemendum og stóðu þau sig öll með stakri prýði sem og áhorfendur. Nemendur lásu allir valda hluta úr skáldsögunni Stormsker - Fólkið sem fangaði vindinn eftir Birki Blær auk þess sem allir völdu ljóð til að flytja. Á milli upplestra spilaði Sólrún Glóð Jónsdóttir á píanó. Dómarar í keppninni voru þær Hrafnhildur Hilmarsdóttir, Guðlaug María Lewis og Guðbjörg Rut Þórisdóttir og áttu þær vandasamt verk fyrir höndum.

Sigurvegarar voru þær Rúna María Fjeldsted og Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir. Helgi Matthías Guðjónsson var valinn varamaður. Þau munu öll þrjú æfa sig fyrir lokakeppnina sem fer fram í Hljómahöll í mars þar sem allir skólar í Reykjanesbæ munu keppa. 

Myndir frá keppninni má finna hér