Bókasafn Reykjanesbæjar stendur árlega fyrir sumarlestri þar sem grunnskólanemendur eru hvattir til lesturs yfir sumartímann. Á föstudaginn var uppskeruhátíð á bókasafninu og veitt voru verðlaun til þriggja efstu skólanna sem lásu flestar bækur í sumar. Samtals lásu nemendur í Reykjanesbæ 1.540 bækur í sumar. Nemendur Háaleitisskóla lásu flestar bækur, eða 355 bækur og hlutu 1. sætið. Heiðarskóli var í 2. sæti og lásu nemendur 351 bók. Nemendur Holtaskóla lásu alls 248 bækur og hrepptu 3. sætið.
Til hamingju Háaleitisskóli og Heiðarskóli og til hamingju Holtaskóli!
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is