Tæknidagurinn

Tæknidagurinn var haldinn föstudaginn 1. nóvember og tókst einstaklega vel til. Við erum afar þakklát þeim sem lögðu okkur lið við að gera daginn fjölbreyttan og áhugaverðan. Direktive games sýndi okkur nýja netleik sem þeir eru að hanna og fengu nemendur að prufa. Tæknigúrú frá Isavia voru með þrívídda prentara og fjarstýrt hjólabretti. Þetta vakti mikla lukku meðal nemenda og margir fengu að taka smá rúnt. Keilir var með persónuleikasköpun í tölvuleikjum en einnig sýndu nemendur skólans nýja tölvuleiki sem eru í þróun hjá þeim. Haukur Hilmarsson kennari Holtaskóla kom með heimagerðan ljósmyndakassa þar sem nemendur settu upp sparibrosið , jafnvel skreytt sig og smellt af mynd. Rafvirkjar hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja aðstoðuðu nemendur við að gera vasaljós og voru með tæki og tól til að gefa nemendum innsýn inn í hugarheim rafvirkjans. Tæknilegó var á staðnum, límmiðaskeri og svo var mældur skothraði nemenda með hraðamæli frá lögreglunni. Gífurlega vel heppnaður dagur og viljum við koma þökkum til allra sem tóku þátt og aðstoðuðu okkur við daginn.

Áfram Holtaskóli ;-)