- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Þemadagar Holtaskóla stóðu yfir dagana 24.-28. nóvember. Þessa daga einblíndum við á jákvæð samskipti en sérstök áhersla var lögð á einkunnarorð skólans sem eru virðing, ábyrgð, virkni og ánægja. Nemendur í 5.-10. bekk völdu smiðjur og var um margt að velja eins og myndlist og ljósmyndun, hlaðvarp og „tiktok“ myndbönd, fréttabréf, bakstur og armbandsgerð, leikjahandbók og hljómsveit sem samdi nýjan skólasöng. Nemendur í 1. og 2. bekk unnu saman sem og nemendur í 3. og 4. bekk en þeir unnu mikið með einkunnarorðin okkar á fjölbreyttan hátt og lærðu einnig allt um það hvernig þeir geta fyllt á fötur sínar og annarra. Öll vikan gekk einstaklega vel, mikil ró var yfir öllu og flott vinna í gangi.
Afrakstur þemadaganna var síðan til sýnis og sölu föstudaginn 28. nóvember. Allur ágóði sölunnar mun renna óskiptur til tveggja málefna sem nemendur völdu en þau eru Hrói höttur- barnavinafélag og Minningarsjóður Ölla. Bæði þessi málefni aðstoða börn sem líða skort en alls söfnuðust 389.500 krónur.
Hér má sjá myndir frá þemadögunum og afrakstrinum.
Hér má sjá Holtablaðið og Leikjahandbók Holtaskóla, en bæði er afrakstur hópa frá þemadögunum.
|
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is