Upphaf skólaárs

Upphaf skólaárs 2021-2022

 

Vegna takmarkanna verður ekki hefðbundin skólasetning í Holtaskóla. Skóli hefst mánudaginn 23. ágúst kl. 08:10. Allir bekkir byrja daginn í heimastofu hjá umsjónarkennara en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl. 08:50. Við biðjum foreldra að skoða á Mentor stundaskrár nemenda og huga að t.d. íþróttum og sundi. Áfram höldum við okkur við hollt og gott nesti og biðjum við um að nemendur séu með grænmeti/ávexti eða brauð með hollu áleggi og vatn að drekka. Nestistíminn er ætlaður sem millibiti og gerum við ráð fyrir að allir nemendur borði staðgóðan morgunverð heima áður en haldið er í skóla.

 

1. -4. bekkur

Aðeins eitt foreldri með hverju barni. Mæting í heimastofu, sjá hér að neðan. Grímuskylda fyrir foreldra og virða 1m regluna.

 

5.-10. bekkur

Nemendur mæta án foreldra í heimastofu til umsjónarkennara. Foreldrar geta óskað eftir því að fylgja börnum sínum inn í skólann af sérstökum ástæðum með því að senda póst til umsjónarkennara.

 

Á morgun finnið þið upplýsingar um heiti bekkja og stundaskrár á Mentor en heimastofur eru listaðar hér að neðan. Leiðbeiningar fyrir aðstandendur sem ekki hafa aðgang að mentor má finna hér

 

Nemendur í 1.-10. bekk – mæting kl. 8.10.

1. SJ. stofa 3

1. HBH. stofa 4

2. ES. stofa 8

2. HS. stofa 7

3. GW. stofa 5

3. HF. stofa 6

4.BG/LRR. stofa 2

5. EÓS. stofa 30

5. ÍE. stofa 31

6. EHE. stofa 13

6. SM. stofa 14

7. ÍCA. stofa 15

7. AL. stofa 16

8. VR. stofa 22

8. KMG. stofa 26

9. EÞE. stofa 23

9. RI. stofa 24

10. SBS. stofa 25

10. VIS. stofa 21

 

Árverkni og samstaða okkar allra er mikilvægasta verkfæri okkar í því verkefni sem Covid-19 faraldurinn er og því mikilvægt að hlíta öllum reglugerðum og fyrirmælum sem settar hafa verið. Mikilvægt er að halda nemendum heima og fara í sýnatöku ef þeir sýna einhver einkenni sjúkdómsins sem eru t.d. hiti, hósti, þreyta, vöðva-, bein- eða höfuðverkur.

 

Kær kveðja,

Starfsfólk Holtaskóla.