Upphaf skólaárs

Nú fer senn að líða að nemendur skili sér í hús fyrir komandi skólaár. Undirbúningur er þegar hafinn hjá stjórnendum skólans og kennarar koma til starfa mánudaginn 15. ágúst. Skólabyrjun Holtaskóla verður þriðjudaginn 23. ágúst, frekari upplýsingar um skólabyrjun koma til með að birtast á heimasíðu skólans og í tölvupósti til foreldra þegar nær dregur.

Sumarfrístund hjá 1. bekk hófst í dag þriðjudaginn 9. ágúst. Við hvetjum foreldra sem ætla að nýta frístund í vetur að fara inn á mitt Reykjanes til að skrá. Frekar upplýsingar um frístund veitir Karólína Björg forstöðumaður frístundar - karolina.b.oskarsdottir@holtaskoli.is 

Með ósk um farsælt skólastarf.