Útivistardagur

Náttúran er okkur öllum mikilvæg og umfjöllunin hefur snúist um hvernig við göngum um móður jörð. Mikið hefur verið fjallað um kolefnisjöfnun og að við séum að skilja eftir okkur lífvæna plánetu fyrir komandi kynslóðir.

Holtaskóli hefur, í samráði við Reykjanesbæ, fengið úthlutað hluta af svæði sem kallaðist hér áður fyrr Baugholtsróló, frístundarsvæði sem liggur á milli Baugholts, Krossholts og Faxabrautar. Að þessu sinni voru gróðursettar 100 plöntur og því hafa samtals farið niður í jörð rúmlega 250 plöntur. Að gróðursetningu lokinni fóru nemendur í heimastofur og suðu saman frábærar hugmyndir um hvernig þau sjá svæðið fyrir sér, meðal hugmynda voru aparóla, eldstæði og klifurkastalar. Að lokinni þessari vinnu fóru svo nemendur í ratleik víðsvegar um bæinn og í frisbý-golf.

Myndir af gróðursetningunni má sjá hér.