Vorhátíð, Holtasprettur og skólaslit Holtaskóla

Vorhátíð föstudaginn 31. maí kl. 10:00-12:00

Nemendur mæta í heimastofu kl. 10:00. Karnival stemning verður á útisvæði skólans  Regnbogahlaup (Color Run) hefst kl. 11:00 og að því loknu verður boðið upp á grillaðar pylsur.

Nemendur eru vinsamlegast beðnir um að klæða sig eftir veðri. Foreldrar eru hvattir til að mæta.

 

Dagskrá:

10:00-11:00

Karnival Holtaskóla m.a. veltibílinn, asni, sápusvell, hoppukastali, snú snú, teygjó, beltagrafa, risa sápukúlur og hringavitleysa

11:00

Regnbogahlaup, Ingó Veðurguð og grill

 

Athugið að duftið sem notað er í hlaupinu er úr maizenamjöli og matarlit, vinsamlega hafið það í huga ef um ofnæmi er að ræða.

Nemendur eru hvattir til að mæta í fatnaði samkvæmt veðri, fatnaði sem má blotna og litur má fara í. Skemmtilegast er að koma í ljósum bol þannig að liturinn í hlaupinu njóti sín.

 

Frístund er opin frá kl. 12:00-16:00

 

Holtasprettur mánudaginn 3. júní kl. 09:55-11:45/12:00

Nemendur mæta í heimastofu kl. 09:55. Dagskráin hefst kl. 10:10 og lýkur um kl. 11:45/12:00. Holtasprettur er keppni í fjölbreyttum þrautum sem gefa stig. Sigurvegarar verða krýndir á hverju stigi.  Nemendur eru hvattir til að koma í eftirfarandi litum ef hægt er:

1. bekkur - gulur
2. bekkur - rauður
3. bekkur - grænn
4. bekkur - ljósblár
5. bekkur - svartur
6. bekkur - hvítur
7. bekkur - fjólublár
8. bekkur - appelsínugulur
9. bekkur - bleikur
10. bekkur - dökkblár

Hádegismatur (samloka, safi  og ávöxtur) er fyrir þá sem eru í áskrift.  Frístund er opin frá kl. 11:30 -16:00.

 

Skólaslit þriðjudaginn 4. júní.

Skólaslit Holtaskóla verða þriðjudaginn 4. júní á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Nemendur mæta beint út í Fjölbrautaskóla.

 

Dagskrá:

09:00  

1.– 4. bekkir.  

10:00 

5. – 7. bekkir.

11:00

8. – 10. bekkir (útskrift 10. bekkinga)

 

Eftir skólaslit fylgja nemendur 1. – 9. bekkja umsjónarkennurum sínum til heimastofu sinnar. Nemendur eru minntir á að vera snyrtilegir til fara og foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum. 

 

Að skólaslitum loknum er nemendum 10. bekkja og foreldrum þeirra boðið til kaffisamsætis á sal Holtaskóla.