Blái dagurinn

Blái dagurinn er í dag en þá eru allir hvattir til að klæðast bláu til að sýna einhverfum stuðning og samstöðu. Til lukku með daginn og fögnum fjölbreytileikanum!
Við í Eikinni fögnum fjölbreytileikanum á hverjum degi, en í dag þá fögnum við sérstaklega og föndruðum saman þetta fallega tré til að minna okkur á að allir eru öðruvísi.