Árshátíð Holtaskóla fimmtudaginn 21. mars

Árshátíð Holtaskóla verður haldin fimmtudaginn 21. mars.
Lesa meira

Innritun tilvonandi 1. bekkinga í grunnskóla fyrir skólaárið 2024-2025

Innritun er hafin fyrir börn sem eiga að fara í 1. bekk í grunnskóla í Reykjanesbæ haustið 2024. Gert er ráð fyrir því að foreldrar séu búnir að skrá börn sín fyrir 20. apríl.
Lesa meira

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar 2024

Í dag fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Stapa, Hljómahöll, og kepptu þar fjórtan nemendur frá sjö grunnskólum Reykjanesbæjar.
Lesa meira

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar 2024

Í morgun fór fram skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í sal Keilis. Að þessu sinni voru það sjö stúlkur og þrír drengir sem voru fulltrúar 7. bekkjar, en þau voru valin eftir bekkjarkeppni. Nemendur lásu svipmyndir úr skáldsögunni Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur.
Lesa meira

Öskudagur 2024

Í dag var öskudagur haldinn hátíðlegur í Holtaskóla. Nemendur 1.-6. bekkjar þreyttu allskyns þrautir á malarvellinum og var mikið fjör. Nemendur í 7.-10. bekk fóru á milli stöðva í Keili og skemmtu sér vel.
Lesa meira

Skólastarf á morgun 13. febrúar og skipulag næstu daga

Á morgun verður skóli samkvæmt stundaskrá. Sundlaug og salir í íþróttahúsinu á Sunnubraut verða lokaðir á morgun. Þeir nemendur sem eiga að fara í íþróttir og sund hitta því kennara í íþróttahúsinu og fara með þeim í gönguferð í staðinn.
Lesa meira

Skólastarf mánudaginn 12. febrúar

Skólastarf verður í öllum leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum á morgun mánudaginn 12. febrúar nema eitthvað óvænt komi upp á.
Lesa meira

Skólastarf fellur niður föstudaginn 9. febrúar

Í ljósi aðstæðna á Reykjanesinu og nú að allt heitt vatn er farið af á Suðurnesjum þá þarf að grípa til lokana víða í sveitarfélaginu þar til að varalögn kemst í gagnið.
Lesa meira

Samskiptadagur 6. febrúar

Þriðjudaginn 6. febrúar er samskiptadagur í Holtaskóla. Foreldrar panta viðtalstíma í gegnum Mentor. Við hvetjum alla til að panta tíma sem hentar og ljúka því sem fyrst eða í síðasta lagi fyrir sunnudaginn 4. febrúar. Meðfylgjandi er tengill sem sýnir hvernig panta á viðtöl í gengum Mentor: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM
Lesa meira

Starfsdagur 26. janúar

Föstudaginn 26. janúar verður starfsdagur hjá okkur í Holtaskóla
Lesa meira