13.09.2024
Á fimmtudaginn 19. september verður kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn haldin í stofum 225/226 í Holtaskóla. Á fundinum verður Leiðsagnarnám kynnt, en innleiðing kennsluaðferðarinnar hefur staðið yfir í rúmlega tvö ár og er fyrirhuguð námsferð starfsmanna í nóvember.
Lesa meira
06.09.2024
Í dag gerðu nemendur og starfsmenn sér glaðan dag og héldu Ljósanæturfjör í portinu við Holtaskóla. Í boði var að fara í snúsnú, asna, stinger, skottleik, danspartý, andlitsmálun og að leika sér á svæðinu.
Lesa meira
05.09.2024
Í dag var Ljósanótt sett í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ við hátíðlega athöfn. 3. og 7. bekkur í Holtaskóla gengu yfir í skrúðgarðinn og hlýddu þar á Kjartan Már bæjarstjóra flytja erindi og var Ljósanæturfáninn dreginn að húni og hátíðin formlega sett.
Lesa meira
02.09.2024
Bókasafn Reykjanesbæjar stendur árlega fyrir sumarlestri þar sem grunnskólanemendur eru hvattir til lesturs yfir sumartímann.
Lesa meira
26.08.2024
Á föstudaginn var Holtaskóli settur og komu nemendur og hittu umsjónarkennara sína þar sem farið var yfir mikilvæg atriði fyrir skólabyrjun. Í dag var fyrsti skóladagur hjá nemendum og mættu glaðir og spenntir nemendur bæði á malarvöllinn og í Holtaskóla.
Lesa meira
16.08.2024
Skólasetning Holtaskóla fer fram föstudaginn 23. ágúst og er dagurinn skertur nemendadagur. Umsjónarkennarar taka á móti nemendum og hvetjum við alla foreldra/forráðamenn til að mæta með börnum sínum en kennarar munu fara yfir mikilvæga þætti í skólastarfinu. Stundatöflur og bekkjarlistar verða aðgengilegir í Mentor frá og með fimmtudeginum 22. ágúst.
Lesa meira
09.08.2024
Í dag hófst sumarfrístund hjá 1. bekk. Opnunartími frístundar verður eins og áður var auglýst frá kl. 9:00 til 15:00. Við minnum á að 15. ágúst opnar frístund kl. 10:00.
Lesa meira
13.06.2024
Skrifstofa skólans er lokuð og opnar aftur 6. ágúst kl. 8:30.
Síðasti dagur til að nálgast óskilamuni á malarvellinum er föstudagurinn 14. júní milli 8:30-12:00.
Sumarfrístund fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir og eru að hefja nám í 1. bekk hefst 9. ágúst.
Lesa meira
06.06.2024
Í dag, fimmtudaginn 6. júní, fóru fram skólaslit Holtaskóla í Hljómahöllinni. Skólaslitin voru þrískipt og mættu fyrst nemendur yngsta stigs kl. 09:00. Nemendur miðstigs mættu kl. 10:00 og nemendur elsta stigs kl. 11:00.
Lesa meira
05.06.2024
Nú í lok skólaársins er allt námsmat skólaársins sýnilegt foreldrum/forráðamönnum á Mentor. Við minnum á bækling skólans um námsmat en hann má finna hér.
Lesa meira