19.12.2025
Kæru foreldrar, forráðamenn og nemendur
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og góðra samverustunda yfir hátíðina. Þökkum fyrir gott og gæfuríkt samstarf á árinu sem er að líða.
Lesa meira
18.12.2025
Læsisteymi Holtaskóla sendir jólalestrarbingó heim með nemendum í 1.-5. bekk í dag. Þeir nemendur sem fylla alla níu reitina í bingóinu fara í pott en einn heppinn vinningshafi verður dreginn út í hverjum árgangi í byrjun janúar.
Lesa meira
17.12.2025
Á þemadögunum í lok nóvember bjuggu nemendur til ýmsan varning sem var seldur á föstudeginum. Markmiðið var að safna fjármunum til að styrkja góð málefni og völdu nemendur að styrkja tvö málefni. Í heildina safnaðist tæplega 400.000 kr og ákveðið var að styrkja Hróa hött um 100.000 kr og Minningarsjóð Ölla um 300.000 kr.
Lesa meira
17.12.2025
Hefð hefur verið fyrir því í Holtaskóla að 5. bekkur setji á svið helgileik. Að þessu sinni var hann sýndur í Hljómahöll og voru nemendur 1.-4. bekkjar áhorfendur ásamt foreldrum nemenda í 5. bekk.
Lesa meira
12.12.2025
Í dag var notaleg samverustund nemenda þar sem lestrarvinir hittust á Malarvellinum. Nemendur lásu saman sögur, lituðu jólamyndir og gæddu sér á heitu súkkulaði með rjóma og piparkökum.
Lesa meira
05.12.2025
Bjarni Fritz kom á miðvikudaginn og las fyrir nemendur í 2.-6. bekk á sal skólans. Bjarni vakti mikla lukku en hann las úr nýjustu bók sinni um Orra óstöðvandi.
Lesa meira
03.12.2025
Þemadagar Holtaskóla stóðu yfir dagana 24.-28. nóvember. Þessa daga einblíndum við á jákvæð samskipti en sérstök áhersla var lögð á einkunnarorð skólans sem eru virðing, ábyrgð, virkni og ánægja.
Lesa meira
25.11.2025
Hér má finna dagskrána okkar í desember, en hún er með hefðbundnu sniði. Lestrarvinir hittast, í boði verður heitt kakó og piparkökur, 5. bekkur sýnir helgileik í Hljómahöllinni og jólabíó er á sínum stað. Stofujól verða svo föstudaginn 19. desember.
Lesa meira
19.11.2025
Starfsáætlun Holtaskóla og Eikarinnar fyrir skólaárið 2025-2026 var samþykkt af skólaráði 5. nóvember og í menntaráði Reykjanesbæjar 14. nóvember 2025.
Lesa meira
11.11.2025
Lið Holtaskóla lenti í 2. sæti í vélmennakappleik First Lego League keppninnar sem haldin var í Háskólabíó núna um helgina. Keppnin er á vegum Háskóla Íslands og fagnaði 20 ára afmæli í ár. Keppendur hanna og forrita sinn eigin þjark sem leysir ýmsar þrautir á keppnisbrautinni. Fornleifaþema var á keppninni í ár og kynntu keppendur einnig nýsköpunarverkefni því tengdu.
Lesa meira