Sumarfrí

Skrifstofa skólans er lokuð frá og með 20. júní og opnar aftur 6. ágúst kl. 9:00.
Lesa meira

Sjálfsmatsskýrsla Holtaskóla

Sjálfsmatsskýrsla Holtaskóla fyrir skólaárið 2024-2025 hefur verið birt á heimasíðu skólans og má finna hér. Skýrslunni er ætla að greina og meta starf skólans með það að markmiði að bæta gæði skólastarfsins, en þar eru greindir styrkleikar skólans sem og umbótartækifæri.
Lesa meira

Skólaslit og útskrift 10. bekkja

Í gær, fimmtudaginn 5. júní, fóru fram skólaslit og útskrift 10. bekkja í Hljómahöllinni. Skólaslitin voru þrískipt og mættu fyrst nemendur miðstigs kl. 15:00. Nemendur yngsta stigs mættu kl. 16:00 og nemendur elsta stigs kl. 17:00. Nemendur í 1.-9. bekk komu í stafrófsröð upp á svið og fengum afhent umslag með hrósskjölum og niðurstöðum lesfimi og Læsi frá umsjónarkennurum sínum.
Lesa meira

Holtasprettur og vorhátíð 2025

Á miðvikudaginn var haldinn Holtasprettur og kepptu þá bekkir í 1.-10. bekk sín á milli í margvíslegum þrautum með það að markmiði að standa uppi sem sigurvegari síns stigs. Vegna veðurs var Holtasprettur að þessu sinni inn í íþróttahúsinu við Sunnubraut.
Lesa meira

Námsmat nemenda - leiðbeiningar

Nú í lok skólaársins er allt námsmat skólaársins sýnilegt foreldrum/forráðamönnum á Mentor. Við minnum á bækling skólans um námsmat en hann má finna hér.
Lesa meira

Holtasprettur, vorhátíð og skólaslit

Upplýsingar um síðustu dagana þetta skólaárið. Holtasprettur miðvikudaginn 4. júní kl. 09:30-11:00 Nemendur mæta í heimastofu kl. 09:30. Dagskráin hefst kl. 09:40 og lýkur um kl.11:00. Holtasprettur er keppni í fjölbreyttum þrautum sem gefa stig. Sigurvegarar verða krýndir á hverju stigi.
Lesa meira

Holtaskóli sigrar Skólahreysti

Í kvöld fór fram úrslitakeppni Skólahreysti og hafnaði Holtaskóli í 1. sæti og sigraði þar með Skólahreysti!
Lesa meira

Skólaslit - breyting á skóladagatali

Samkvæmt skóladagatali áttu skólaslit Holtaskóla að fara fram föstudaginn 6. júni á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Vegna framkvæmda í FS þurfum við að færa skólaslitin í Hljómahöll og hafa þau seinni partinn fimmtudaginn 5. júní.
Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir í vetrarfrístund

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í frístund fyrir nemendur í 1.-4. bekk skólaárið 2025-2026. Sótt er um í gegnum Mitt Reykjanes, en þar er hlekkur í umsóknarkerfi sem heitir Vala frístund.
Lesa meira

Undankeppni Skólahreysti og Íslandsmet

Í kvöld fór fram undankeppni Skólahreysti og sigraði lið Holtaskóla sinn riðil með glæsibrag. Í liði Holtaskóla eru þau Svanur Bergvins Guðmundsson sem keppti í upphífingum og dýfum, Auður Eyfjörð Ingvarsdóttir keppti í armbeygjum og hreystigreip og í hraðabrautinni kepptu þau Benedikt Árni Hermannsson og Elva Björg Ragnarsson. Varamenn eru þau Mikael Fannar Arnarsson og Heiðrún Lind Sævarsdóttir.
Lesa meira