Gagnlegar upplýsingar í skólabyrjun

Í dag var fyrsti skóladagur nemenda í Holtaskóla. Foreldrar og nemendur mættu glaðir og spenntir á Malarvöllinn og í Holtaskóla þar sem allir hittu umsjónarkennara sína og farið var yfir mikilvæg atriði fyrir skólabyrjun. Á morgun hefst svo kennsla samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Skólasetning 2025

Skólasetning Holtaskóla fer fram mánudaginn 25. ágúst. Nemendur mæta kl. 9:00 og taka umsjónarkennarar á móti nemendum í heimastofum. Við hvetjum alla foreldra/forráðamenn til að mæta með börnum sínum, en kennarar munu fara yfir mikilvæga þætti í skólastarfinu.
Lesa meira

Sumarfrí

Skrifstofa skólans er lokuð frá og með 20. júní og opnar aftur 6. ágúst kl. 9:00.
Lesa meira

Sjálfsmatsskýrsla Holtaskóla

Sjálfsmatsskýrsla Holtaskóla fyrir skólaárið 2024-2025 hefur verið birt á heimasíðu skólans og má finna hér. Skýrslunni er ætla að greina og meta starf skólans með það að markmiði að bæta gæði skólastarfsins, en þar eru greindir styrkleikar skólans sem og umbótartækifæri.
Lesa meira

Skólaslit og útskrift 10. bekkja

Í gær, fimmtudaginn 5. júní, fóru fram skólaslit og útskrift 10. bekkja í Hljómahöllinni. Skólaslitin voru þrískipt og mættu fyrst nemendur miðstigs kl. 15:00. Nemendur yngsta stigs mættu kl. 16:00 og nemendur elsta stigs kl. 17:00. Nemendur í 1.-9. bekk komu í stafrófsröð upp á svið og fengum afhent umslag með hrósskjölum og niðurstöðum lesfimi og Læsi frá umsjónarkennurum sínum.
Lesa meira

Holtasprettur og vorhátíð 2025

Á miðvikudaginn var haldinn Holtasprettur og kepptu þá bekkir í 1.-10. bekk sín á milli í margvíslegum þrautum með það að markmiði að standa uppi sem sigurvegari síns stigs. Vegna veðurs var Holtasprettur að þessu sinni inn í íþróttahúsinu við Sunnubraut.
Lesa meira

Námsmat nemenda - leiðbeiningar

Nú í lok skólaársins er allt námsmat skólaársins sýnilegt foreldrum/forráðamönnum á Mentor. Við minnum á bækling skólans um námsmat en hann má finna hér.
Lesa meira

Holtasprettur, vorhátíð og skólaslit

Upplýsingar um síðustu dagana þetta skólaárið. Holtasprettur miðvikudaginn 4. júní kl. 09:30-11:00 Nemendur mæta í heimastofu kl. 09:30. Dagskráin hefst kl. 09:40 og lýkur um kl.11:00. Holtasprettur er keppni í fjölbreyttum þrautum sem gefa stig. Sigurvegarar verða krýndir á hverju stigi.
Lesa meira

Holtaskóli sigrar Skólahreysti

Í kvöld fór fram úrslitakeppni Skólahreysti og hafnaði Holtaskóli í 1. sæti og sigraði þar með Skólahreysti!
Lesa meira

Skólaslit - breyting á skóladagatali

Samkvæmt skóladagatali áttu skólaslit Holtaskóla að fara fram föstudaginn 6. júni á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Vegna framkvæmda í FS þurfum við að færa skólaslitin í Hljómahöll og hafa þau seinni partinn fimmtudaginn 5. júní.
Lesa meira