Frístund og kynningarfundur fyrir foreldra

Frístund Holtaskóla opnar 9. ágúst næstkomandi fyrir tilvonandi 1. bekkinga sem þar eru skráðir. Að þessu sinni verður frístundin staðsett í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Opnunartími frístundar verður eins og áður var auglýst frá kl. 9:00 til 15:00. Við minnum á að 15. ágúst opnar frístund kl. 10:00 og þann 21. ágúst lokar frístund kl. 12:30 vegna námskeiðs starfsmanna.

Nánari upplýsingar um skipulag frístundar kemur frá Guðrúnu Hilmarsdóttur, forstöðumanni frístundar, þriðjudaginn 8. ágúst.

Haldinn verður kynningarfundur fyrir foreldra og tilvonandi nemendur 1. bekkjar þann 17. ágúst kl. 8:15 í sal á efri hæð íþróttahússins. Þá hitta nemendur umsjónarkennara sína og foreldrar fá kynningu á skólastarfinu.