Gjöf frá Blue car rental

Gjafir til Eikarinnar og nemenda hennar

Í dag fengum við bræðurna Magnús og Þorstein Þorsteinssyni frá Blue car rentals til okkar í heimsókn í Eikina.  Þeir komu svo sannarlega færandi hendi til okkar og afhentu Eikinni ellefu spjaldtölvur að gjöf.  Einnig gáfu þeir öllum nemendum Eikarinnar húfu og hanska frá 66°Norður.

Við viljum þakka þeim bræðrum hjá Blue Cars kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Þúsund þakkir frá okkur öllum í Eikinni.