Heilsu- og forvarnarvika

Kæru foreldrar/forráðamenn

 

Í næstu viku er Heilsu- og forvarnarvika hér á Suðurnesjunum. Markmiðið með vikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa.

 

Við í Holtaskóla ætlum þessa viku að bjóða nemendum upp á hafragraut og lýsi í morgunmat frá kl. 7.45 til 8.10. Mánudaginn verður Ólympíuhlaup ÍSÍ kl. 10.00. Nemendur verða því að vera í þægilegum klæðnaði og heppilegum skófatnaði. Við viljum hvetja alla nemendur til að huga að hollustunni og koma með grænmeti og/eða ávexti í nesti í næstu viku. Þriðjudaginn kl. 8.10 verður kynning fyrir foreldra á verkefni sem skólinn hefur farið af stað með í vetur og er byggt á Hugarfrelsi.

 

Í vikunni munu nemendur fara út með umsjónarkennurum sínum og plokka í nærumhverfi skólans, enda umhverfið okkur mikilvægt.

 

Við hvetjum alla til taka þátt í þessu verkefni með okkur og vonandi sjáum við sem flesta í hafragrautnum á morgnanna!

 

Hér má finna dagskrá Heilsu- og forvarnarvikunnar í Holtaskóla