Jólakveðja 2021

Desembermánuður hefur verið skemmtilegur með hefðbundnu jólauppbroti og óhefðbundu skólastarfi. Skólinn verið skreyttur hátt og lágt, föndur,  jólaþrautir og jólakahoot hefur m.a. einkennt skólastarfið. 5. bekkur tók upp helgileikinn og horfðu allir nemendur skólans á myndbandið í dag. Allir nemendur skólans sungu jólalag sem Ari Lár og Marteinn stýrðu og fá þeir þakkir fyrir.

Jólakveðju nemenda má finna HÉR

Skóli hefst að nýju mánudaginn 3. janúar samkvæmt stundaskrá.

Starfsfólk og nemendur Holtaskóla óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ár. Njótið hátíðarinnar.