Samskiptadagur 3. október

Þriðjudaginn 3. október er komið að fyrsta samskiptadegi skólaársins. Þá mætir nemandi ásamt foreldri/forráðamanni til viðtals til umsjónarkennara. Frístund er opin fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Síðasti dagurinn til að skrá sig í viðtal á Mentor er á morgun, laugardaginn 30. september.

Markmiðið með samskiptadeginum er margþætt en er fyrst og fremst vettvangur til að ræða saman um náms- og félagslega stöðu nemandans og líðan í skólanum. Við hvetjum ykkur til að ræða við nemendur fyrir viðtalið og punkta hjá ykkur ef það er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri.

Íþróttakennarar verða til taks í íþróttahúsinu við Sunnubraut og í sundlauginni. Ef ræða þarf við list- og verkgreinakennara biðjum við ykkur að senda þeim tölvupóst.

Óskilamunir verða á hverri starfsstöð fyrir sig. Við hvetjum foreldra til að fara vel yfir hvort þar leynist eitthvað frá þeirra barni.

Að lokum viljum við vinsamlegast biðja ykkur um að tilkynna öll forföll og virða þau tímamörk sem sett eru fyrir hvert samtal.