Skólahreysti - Úrslit

Í kvöld keppti Holtaskóli í úrslitakeppni Skólahreysti, en alls kepptu 12 skólar til úrslita. Eftir harða keppni hafnaði Holtaskóli 3. sæti  og óskum við keppendum og þjálfurum innilega til hamingju með glæsilegan árangur! Það var lið Flóaskóla sem hreppti 1. sæti og lið Hraunvallaskóla 2. sæti.  Í úrslitum kepptu einnig Akurskóli, Heiðarskóli og Stapaskóli og var því þriðjungur liðanna sem kepptu í kvöld úr Reykjanesbæ. 

Fyrir hönd Holtaskóla kepptu þau Almar Örn Arnarson, Dagur Stefán Örvarsson, Helen María Margeirsdóttir og Margrét Júlía Jóhannsdóttir. Varamenn voru Ásdís Elva Jónsdóttir, Júlían Breki Elentínusson og Stella María Reynisdóttir. Einar Guðberg Einarsson og Katla Björk Ketilsdóttir sáu um þjálfun liðsins. Almar átti flestar dýfur kvöldsins og sigraði Holtaskóli þá grein keppninnar.

Stuðningslið nemenda fær mikið hrós fyrir öflugan stuðning og frábæra stemmingu, en full rúta fór í Garðabæinn til að styðja við bakið á keppendum. 

Áfram Holtaskóli!!!

Hér má sjá myndir frá kvöldinu