Skólaslit og útskrift 10. bekkjar 2022

Föstudaginn 3. júní fóru fram skólaslit Holtaskóla í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja og skólaárinu 2021-2022 formlega slitið. Skólaslitin voru þrískipt að þessu sinni. Allir nemendur 1.-9. bekkjar fengu afhend hrósskjöl og veittar voru ýmsar viðurkenningar fyrir góðan árangur á skólaárinu. 

Nemendur í 10. bekk voru útskrifaðir við hátíðlega stund. Þau Kristín Embla og Jökull Eyfjörð fluttu ræðu 10. bekkinga. Fyrir tilviljun fannst gömul bók sem nemendur höfðu skrifað í þegar þau voru í 1. bekk, en bókin hafði farið heim með öllum nemendum þar sem verkefnið var að skrifa sögu. Bókin var afhend systkinunum Almari Erni og Aldísi Ögn til varðveislu, en þau eru fulltrúar beggja bekkja. Elísabet Kolbrún náms- og starfsráðgjafi afhenti námsráðgjafarósina og Almar Örn spilaði fyrir gesti á trompet. Fjöldi viðurkenninga voru veittar fyrir góðan árangur ásamt því að nemendur fengu afhendan vitnisburð og skólatrefil Holtaskóla. Elín Gunnarsdóttir var kvödd, en hún lætur nú af störfum eftir 44 ár sem kennari, þar af hefur hún starfað í 29 ár í Holtaskóla. Kunnum við Elínu bestu þakkir fyrir sín störf við skólann. Við óskum öllum 10. bekkingum til hamingju með útskriftina og framtíðin er svo sannarlega þeirra.

Hér má sjá myndir frá skólaslitum Holtaskóla