Telma Lind 4. HRJ vinningshafi í teiknisamkeppni MS

Árlega stendur Mjólkursamsalan fyrir teiknisamkeppni og er öllum nemendum í 4. bekk boðið að taka þátt. Í ár eigum við í Holtaskóla einn af tíu vinningshöfunum og er það hún Telma Lind Hákonardóttir í 4. HRJ. 

Telma Lind er ein þeirra 10 nemenda sem hlýtur viðurkenningu í ár, en myndin hennar var í hópi þeirra rúmlega 1.500 mynda sem bárust í keppnina.  Bekkjarsjóður Telmur Lindar hlýtur 40.000 kr. verðlaunafé frá Mjólkursamsölunni sem bekkurinn getur nýtt í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild í samráði og samvinnu við umsjónakennara sinn og/eða skólastjórnendur.

Við óskum Telmu Lind til hamingju með þennan glæsilega árangur!