Veðurspáin fyrir 10. desember

Veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna slæmrar veðurspár fyrir þriðjudag og miðvikudag. Við viljum beina því til foreldra/forráðamanna að huga að veðrinu sérstaklega þegar skóladeginum lýkur og koma þá að sækja börnin ef þarf. En á morgun eftir hádegi á veðrið að vera slæmt hér á svæðinu. 

Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á Suðurnesjum fylgjast Lögreglan og Almannavarnir gaumgæfilega með, hafa samstarf við skólana og gefa út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf. Að því sögðu er einnig mikilvægt að foreldrar sjálfir fylgist með veðri/veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni.

Veðurspá morgundagsins má nálgast hér.