Vorhátið 2019

Vorhátíð Holtaskóla verður haldin föstudaginn 31. maí. Hátíðin hefst kl. 10:00 með ýmsum þrautum, á slaginu 11:00 verður svo farið í regnbogahlaup, þar sem útvaldir slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja mæta með brúsa sína fulla af vatni. Vill því hvetja nemendur til að mæta eftir því ;-) Þetta verður svo gaman - þvílík tilhlökkun hjá þeim sem pikkar inn þessa stafi ;-) 

Nemendur mæta í heimastofu kl. 10:00 og hefst hátíðin í framhaldi. Að hátíðinni lokinni verður svo "fírað" grillið og pyslum skellt þar á. Ingó veðurguð ætlar að taka nokkur útvalin lög á meðan viðstaddir gúffa í sig. 

Njótið Njótið